138. löggjafarþing — 31. fundur,  25. nóv. 2009.

verkefni héraðsdómstóla.

187. mál
[19:00]
Horfa

Anna Pála Sverrisdóttir (Sf):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni sem gerði hér stutta athugasemd fyrir það síðasta sem kom fram, þörf ábending um aukið og vaxandi álag á dómstólana.

Frú forseti. Í tilefni af því að við erum stödd í umræðu númer eitt og hálft um frumvarp það sem nú er til umfjöllunar í allsherjarnefnd og varðar breytingu á dómstólalögum, verð ég að fá að skjóta því hér inn í að mér fannst hv. þm. Gunnar Bragi Sveinsson færa fyrir því ágæt rök af hverju það frumvarp á að ná fram að ganga, af því að það frumvarp snýst að mér finnst einkum um það að bæta stjórnsýsluna í dómskerfinu, jafna álag á milli dómara sem vissulega er mikil þörf á að gera, og eins og hann hefur bent á er einhver möguleiki á því að dreifa verkefnum á milli starfsstöðva o.s.frv. Eftir sem áður er afskaplega rökrétt að yfirstjórnin sé á einum stað, þetta er nú bara verðandi 320 þúsund manna (Forseti hringir.) batterí sem við erum að tala um.