138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

tilhögun þingfundar.

[11:03]
Horfa

Þráinn Bertelsson (U) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta er mjög merkileg umræða sem hér hefur farið fram. Það er í raun og veru verið að tala um lýðræðið. Lýðræði sem felst í því að fólk fái tíma og tækifæri til að tjá sig eða lýðræði sem felst í því að menn séu skyldugir til að hlusta og skyldugir til að tjá sig. Ég hef aldrei vitað að lýðræði snerist um að skylda nokkurn lifandi mann til að taka þátt í einhverju sem hann kærir sig um heldur þvert á móti. Þar fyrir utan hefur þessi umræða markast af skætingi, frammíköllum því svo virðist að sumir þingmenn þjáist af einhverju pólitísku Tourette-syndrómi þegar pólitískir andstæðingar þeirra eru í pontu og rugla hávaða og heimskuópum saman við hina göfugu list frammíköll. Mér finnst þetta fyrir neðan virðingu þingsins. Ég mun ekki greiða atkvæði í þessari atkvæðagreiðslu.