138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

tilhögun þingfundar.

[11:18]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er að mörgu leyti fróðlegt að fylgjast með þessari umræðu. Það er í sjálfu sér ekkert að því að halda kvöldfundi og þess vegna næturfundi eða helgarfundi ef svo ber undir og ef nauðsyn krefur. En það er þá brýnt að við séum að ræða einhver mál sem er nauðsynlegt að flýta afgreiðslu á og allir sem skoða þetta Icesave-mál eru sammála um að það er ekki þess eðlis.

Mikil reynsla er farin úr þinginu, þ.e. margir nýir þingmenn komu inn 2007 og svo aftur við kosningarnar á þessu ári. Ég vil segja við hv. þm. Ólínu Þorvarðardóttur og Þráin Bertelsson sem hér hafa sagt að þau skilji ekkert í málinu, að þau hafi sagt allt það sem um það (Gripið fram í: Þetta er rangt.) þarf að segja og þurfi ekki að fylgjast (Gripið fram í.) með að í 53. gr. þingskapa segir: „Skylt er þingmönnum að sækja alla þingfundi (Forseti hringir.) nema nauðsyn banni. Forföll skal tilkynna forseta svo fljótt sem unnt er og metur hann nauðsynina.“ Þetta á kannski erindi til fleiri þingmanna.