138. löggjafarþing — 32. fundur,  26. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:52]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra kærlega fyrir að upplýsa um gang mála. Ég vil nota tækifærið og spyrja hæstv. fjármálaráðherra fyrst við erum hérna í samtali: Er það rétt skilið að skilanefndirnar séu eins konar ríki í ríkinu? Segjum að þær standi sig ekki, getur maður þá sagt þeim upp? Hefur ríkisstjórnin í raun og veru ekki neitt með þær að gera, eru þær sjálfráða? Ég heyrði þetta í dag og þetta kom mér eiginlega töluvert á óvart.

Verður þessi skýrsla, sem ég nefndi áðan að ætti að vera tilbúin í lok ársins, tilbúin þá?