138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[12:30]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hér höfum við þingmenn stjórnarandstöðunnar setið í salnum og staðið í ræðustól í nokkra daga og talað í langflestum tilfellum fyrir algjörlega tómum sal stjórnarliða. Mig langar til að beina þeim tilmælum til forseta hvort hún geti beitt sér fyrir því að það fólk sem hefur ítrekað notað atkvæðavægi sitt til þess að hér séu fundir haldnir á óhefðbundnum tíma — nú er t.d. laugardagur og við höfum verið að funda á næturnar — sé viðstatt og hlusti á umræðuna. Það er algjör vanvirðing við skoðanir annarra að vilja ekki hlusta á þá og hér tölum við alltaf fyrir tómum sal.