138. löggjafarþing — 34. fundur,  28. nóv. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[13:05]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur kærlega fyrir þetta góða svar. Það er alveg ljóst að við deilum þessum áhyggjum.

En það er annað sem mig langar að velta upp við þingmanninn og það er sú spurning: Er það forsvaranlegt fyrir Alþingi og fyrir þingmenn að samþykkja þá óvissu sem er í því frumvarpi sem liggur fyrir? Getum við, fjölskyldufólk á Alþingi, svo við tökum dæmi, gefið opinn tékka á framtíðina, greiðslur sem við vitum aldrei hvenær taka enda miðað við það frumvarp sem nú liggur fyrir? Er forsvaranlegt að leggja þessa óvissu á framtíðina, á þá sem munu þurfa að borga þetta, er það forsvaranlegt? Ég segi nei. En ég vil líka þakka hv. þingmanni fyrir að vekja athygli á (Forseti hringir.) því að stjórnarandstaðan hefur lýst yfir að hún sé reiðubúin að breyta hér og hliðra til dagskrá.