138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[19:28]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Gunnari Braga Sveinssyni fyrir þessa spurningu og get fullyrt að ég styð slíka skoðun. Ég tel virkilega nauðsynlegt að fara í hana vegna þess að það er mikil óvissa í samfélaginu um ýmsa hluti. Þarna er stórt mál á ferðinni og okkur er sagt sitt á hvað að þessi áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafi verið í hættu vegna þessa og ekki. Það er nokkuð sem skiptir okkur gríðarlega miklu máli að vita. Við erum enn í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og við hljótum að ætla að vera upplýst um það hvernig sjóðurinn vinnur. Það liggur fyrir að það er gríðarlegur ágreiningur um það hvernig að þessu var staðið og hver samningurinn er í málinu. Hann verðum við einfaldlega að fá fram.

Við höfum í dag hvatt hæstv. forseta Alþingis til að beita sér fyrir því að fá upplýsingar um það hvernig þetta var. Ég tel rétt að við höldum (Forseti hringir.) þeim málflutningi áfram.