138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[20:56]
Horfa

samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra (Kristján L. Möller) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Í einnar mínútu andsvari gefst ekki tækifæri til að hafa neinn inngang. En mig langar að spyrja hv. þingmann, formann Framsóknarflokksins, einnar spurningar. Hún er þessi: Ef breskur banki hefði verið með útibú hér á Íslandi, útibú takið eftir, og 27.699 framsóknarmenn, jafnmargir og þeir voru við síðustu kosningar, hefðu allir verið í viðskiptum við þennan banka og átt allt sitt sparifé inni í þessum banka og þetta útibú frá Bretlandi hefði farið á hausinn, hvaða kröfur hefðu framsóknarmenn gert til þessa fallna útibús breska bankans gagnvart innstæðum sínum í þessum banka?