138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:51]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka frú forseta fyrir að hafa orðið við tilmælum okkar um að reyna að hreyfa við hæstv. forsætisráðherra, að fá hana hingað í hús. Það er gott framtak. En það er einn hæstv. ráðherra sem ég hef saknað mjög í þessari umræðu og það er sá hæstv. ráðherra sem hefur tjáð sig hvað fjálglegast um hvað gerist ef Icesave-ósóminn verður ekki samþykktur. Ég man ekki hvort það var hann eða kollegi hans úr háskólanum sem sagði að Ísland mundi breytast í Kúbu norðursins eða Norður-Kóreu norðursins, ég man ekki hvort það var. En ég vil mælast til þess að hvort þú beitir þér náðarsamlegast fyrir því (Forseti hringir.) að efnahags- og viðskiptaráðherra verði viðstaddur eitthvað af (Forseti hringir.) þessari umræðu hér í kvöld.