138. löggjafarþing — 36. fundur,  2. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:32]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég spurði hv. þingmann einmitt vegna þess að mjög margir stjórnarsinnar og flestir hæstv. ráðherrar hengja sig í skýrslu Seðlabankans. Þeir tala stöðugt um að þetta gangi upp að meðaltali og þetta sé að meðaltali ágætt. Er þá niðurstaðan í rauninni sú að ef við tökum á okkur allar þessar skuldbindingar séum við að tala um að hæstv. velferðarstjórn sé að búa til fátækt á Íslandi? Velferðarstjórnin sé að búa til fátækt og þeir hv. þingmenn stjórnarliða sem samþykkja þetta frumvarp sé að stefna þjóðinni í fátækt?