138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[00:06]
Horfa

Róbert Marshall (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég vil ítreka það sem ég sagði fyrr í kvöld að spurning mín snerist fyrst og fremst um hvar forusta málþófsflokkanna væri stödd, af hverju hún væri ekki viðstödd þessa umræðu, vegna þess að frá því að ég byrjaði að fylgjast með þessari umræðu um áttaleytið í kvöld hafa verið a.m.k. fimm ráðherrar í húsinu og mikill fjöldi stjórnarþingmanna. (Gripið fram í.) Það er ljóst að þingmenn stjórnarandstöðunnar sem hér eru staddir eru jafnframt úti á túni. En hvar er forusta stjórnarandstöðuflokkanna? Hvers vegna fylgist hún ekki með? Þá spyr ég fyrst og fremst: Hvar er forusta Sjálfstæðisflokksins í þessu máli?