138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[01:16]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Þór Saari) (Hr) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég er svipaðs sinnis og þeir sem hafa talað á undan mér um fundarstjórnina í kvöld og í nótt. Ég get ekki orða bundist yfir fáránlegu verklagi á þeirri hv. stofnun sem heitir Alþingi Íslendinga. Það er hvorki heil brú í skipulaginu né vinnutímanum eða þeim málum sem koma inn. Það er margbúið að bjóða stjórninni upp á það að fresta Icesave-málinu og taka fyrir önnur brýnni mál og tala um þau í skamman tíma til að koma þeim sem hraðast í gegnum þingið. Því hefur öllu verið hafnað. Þetta eru alveg furðuleg vinnubrögð ef þetta er það sem koma skal. Og ef menn verða að ræða fjárlögin og skattahækkanirnar á þessum nótum klárast þau mál náttúrlega ekki fyrir áramót og þá erum við í vondum málum í þinginu. Mér finnst vera kominn tími til, frú forseti, að forseti beiti sér í því að fundinum verði frestað.