138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[02:33]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég bað um leiðbeiningu frá virðulegum forseta um það hvernig ég ætti að koma þessu öllu heim og saman hjá mér, varla getur virðulegur forseti ætlast til þess að ég standi í tvo, þrjá sólarhringa hér í þinghúsinu. Ég trúi ekki að forseti minn, forseti allra þingmanna, vilji ekki leiðbeina mér um það hvernig ég eigi að koma þessu heim og saman og vilji ekki svara mér. Ég er að biðja um leiðbeiningu. Ég er nýr þingmaður og hef aldrei unnið við svona aðstæður áður þannig að ég ætlaði að biðja náðarsamlegast um leiðbeiningu. Ég ætla að biðja virðulegan forseta að sýna mér þá kurteisi að svara mér.