138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[04:17]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég kom upp áðan og hældi m.a. forseta fyrir fundarstjórn en mig langar aðeins að finna að fundarstjórn hæstv. forseta í ljósi þess að forseti hefur kosið að vera með athugasemdir við þingmenn og það sem þeir segja í raun ekki, herra forseti, en svarar hins vegar ekki þeim spurningum sem til hans er beint. Ég held að það sé ekki til eftirbreytni, herra forseti, og hvet því í allri hógværð herra forseta að íhuga vel þá fundarstjórn að koma með einhver skilaboð til þingmanna sem eru að spyrja réttmætra spurninga í stað þess að svara þeim spurningum sem til forseta er beint. Ég veit að það getur tekið tíma að svara þeim ef afla þarf upplýsinga, en ég hvet til þess að það sé gert með góðum hætti.