138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[04:23]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég fer enn og aftur fram á það, vegna þess að það komu engin svör, að virðulegur forseti tjái sig eitthvað um það hvernig haga skuli þessum fundi. Það er alveg ljóst að stjórnarliðar ætla ekki að svara spurningum. Ýmsu hefur verið velt upp hér og ekki að ástæðulausu. Hér kom fram, ætli sé ekki best að segja í gær, að í besta falli misskildu hæstv. ráðherrar þetta mál í grundvallaratriðum. Hér hafa komið upp mál sem varða stjórnarskrána og ég ætla ekki að hafa það eftir hvað núverandi hæstv. ráðherrar sögðu þegar einhverjar slíkar bollaleggingar komu fram hér áður.

Ég ætla bara að spyrja virðulegan forseta: Er það málið að reyna að sitja þetta mál af sér? Ég get sagt virðulegum forseta að það mun ekki ganga.