138. löggjafarþing — 36. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[04:25]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Þór Saari) (Hr) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Það er farin að þyngjast á mönnum brúnin út af þessu máli öllu. Það kom fram í máli stjórnarandstöðunnar með forsvarsmönnum ríkisstjórnarinnar fyrr í dag að menn hafi boðið gott veður á önnur mál sem fyrir liggja í þinginu og að þau verði afgreidd með eins miklu hraði og unnt er ef þau verða tekin inn í þingið. Mér heyrist alla vega á sjálfstæðismönnum að það sé að verða úti um það góða veður. Hér er um mörg brýn mál að ræða. Ég hvet því hæstv. fjármálaráðherra og forseta til að taka tillit til þeirra athugasemda manna að hér sé hugsanlega búið að vera með ólöglegan fund í gangi, hér sé hugsanlega verið að brjóta stjórnarskrána, og að það mál verði kannað áður en áfram verður haldið með fundinn og jafnvel að fundinum verði frestað til að það sjóði ekki allt upp úr í áframhaldandi störfum þingsins eftir því sem líður á veturinn.