138. löggjafarþing — 37. fundur,  3. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[14:46]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér datt í hug að við hv. þm. Árni Johnsen yrðum sammála í þessu máli og höfum sameiginlega lífssýn á þessi mál, því Icesave-samningarnir og umsóknin að Evrópusambandinu snýst ekki um neitt annað en að komast yfir auðlindir í lögsögu okkar og svo lögsögu Noregs og upp Norðurpólinn. Þannig að því sé haldið hér til haga. Ég hef bent á það í umræðunum að fyrirvararnir varðandi það að vörður sé staðinn um friðhelgisréttindin og náttúruauðlindirnar eru nú aftur komnir inn í Icesave-samninginn, í viðaukasamningnum, og talað er um að það sé skilningur samnings þjóðanna að þessu sé haldið til haga, svo er ekki, því dómstólar koma til með að dæma og vitna í þennan samning þegar ágreiningur verður uppi um hann.

Í framhaldinu af þessum inngangi langar mig til að spyrja hv. þingmann, af því að hér ætlaði allt að fara af hjörunum um daginn þegar fram kom að foreldrar höfðu veðsett börnin sín fyrir því að kaupa stofnfjárbréf í sparisjóðnum, hvað finnst hv. þingmanni um það að sú ríkisstjórn sem nú situr skuli veðsetja (Forseti hringir.) börn framtíðarinnar, ófæddar (Forseti hringir.) kennitölur, um langa tíð, ekki bara til 2024?