138. löggjafarþing — 39. fundur,  5. des. 2009.

ráðstafanir í skattamálum.

239. mál
[13:00]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg) (andsvar):

Jú, ef menn eru fastir í 2007 eða 2008 og telja hægt að nálgast hlutina — (Gripið fram í.) frú forseti, er þetta svona erfitt — telja hægt að nálgast hlutina þannig (Gripið fram í.) að það sé ekkert vandamál að missa 9 milljarða kr. út úr tekjuskattskerfinu. (Gripið fram í: Svaraðu …)

Frú forseti. Á ég að reyna að svara hv. þingmanni Sjálfstæðisflokksins eða á ég að sleppa því?

(Forseti (RR): Forseti biður hv. þingmenn að gefa hæstv. ráðherra tækifæri til að svara í þessa einu mínútu sem ráðherrann hefur í andsvari.)

Við drögum enga dul á það að við erum hér að ná út úr tekjuskattskerfinu umtalsverðum tekjuauka, hátt á annan tug milljarða kr. Það verður ekki gert nema með umfangsmiklum breytingum og það verður ekki gert nema hækka skattbyrðina á einhverja og það gerum við á efri millitekjur og háar tekjur. (Gripið fram í: Já.) Við náum því að hlífa lægstu laununum með því að halda óbreyttri prósentu og hækka persónufrádrátt sem þýðir (Gripið fram í: Minna …) að skattbyrðin léttist á laun upp að 270.000 kr. Menn geta svo auðvitað borið það saman við einhvern allt annan veruleika, allt annan heim, allt annan tíma og fengið eitthvað annað út. (Gripið fram í: … laun …) (REÁ: Gildandi lög, það er það eina sem við förum fram á.)