138. löggjafarþing — 40. fundur,  7. des. 2009.

samskipti ráðuneytisstjóra við AGS.

[12:07]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf):

Frú forseti. Sá starfsmaður sem þetta mál varðar, þ.e. fyrrverandi ráðuneytisstjóri, hefur sjálfur útskýrt þetta í fjölmiðlum með þeim hætti að vegna ferðalaga hafi hann ekki alltaf haft aðgang (Gripið fram í.) að netpósti eða (Gripið fram í.) tölvupósti ráðuneytisins. (Gripið fram í.) Fyrirgefðu, frú forseti, en ég hef orðið þrátt fyrir að þessi hv. þingmaður sé stundum töluvert hávær úr sæti sínu. En ég tel hins vegar að það sé rétt að þetta komi fram vegna þess að hér er verið að deila á þennan starfsmann Stjórnarráðsins. Hann hefur komið fram með þessa málsvörn og mér finnst rétt að ég greini frá henni vegna þess að hann á ekki kost á því að verja sig hér.

Að því er varðar þá herför sem hv. þingmaður vill að ég komi með henni í til að upplýsa hluti hefur þingið öll færi og föng til að verða sér úti um upplýsingar um þetta með fyrirspurnum eða óskum um skýrslur til framkvæmdarvaldsins. Ég veit ekki annað en að framkvæmdarvaldið (Gripið fram í.) hafi jafnan með glöðu sinni svarað ítarlega fyrirspurnum hv. þingmanns (Gripið fram í.) og geri það áfram.