138. löggjafarþing — 40. fundur,  7. des. 2009.

réttindi fatlaðra til ferðaþjónustu.

[12:23]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Það eru viss vonbrigði að fá ekki svör við þessum spurningum en ég mun fylgja ráðleggingum hæstv. félags- og tryggingamálaráðherra og koma inn skriflegri fyrirspurn til að fá svör við þessum spurningum. Ég hvet hins vegar hæstv. félags- og tryggingamálaráðherra til að beita sér hið allra fyrsta við lausn þessa máls og þá fyrst og fremst að finna lausn sem tryggir réttindi fatlaðra einstaklinga til ferðaþjónustu óháð búsetu.