138. löggjafarþing — 40. fundur,  7. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:19]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Guðbjartur Hannesson) (Sf):

Hæstv. forseti. Í framhaldi af umræðum sem áttu sér stað í dag um Icesave-málið með fulltrúum úr fjárlaganefnd langar mig að lesa eftirfarandi yfirlýsingu, með leyfi forseta:

„Formaður fjárlaganefndar hefur fengið tillögu stjórnarandstöðunnar um málsmeðferð í nefndinni vegna ofangreinds máls“ — þ.e. meðferð málsins á milli 2. og 3. umr. Málsmeðferð í nefndinni mun byggja á nefndum tillögum og að öðru leyti leita samkomulags um þau atriði sem taka þarf ákvörðun um. Varðandi hið breska lögfræðiálit mun verða leitað álits lögmannsstofunnar Mishcon de Reya sem samninganefnd ríkisstjórnarinnar leitaði til á fyrri stigum“ — að vísu um aðra þætti málsins en hér er til umfjöllunar. Sá fyrirvari gildir þó að samþykki Mishcon de Reya að taka að sér verkið“ — það er náttúrlega forsendan — „og að það sem krafist er til endurgjalds fyrir vinnuna verði ekki hærra en sambærilegar stofur eru reiðubúnar að vinna verkið fyrir.“

Aðilar eru sammála um þessi atriði og eru þau lögð inn í umræðuna í von, ósk og vissu um að það muni liðka fyrir umræðunum í þinginu þannig að málið komist til umræðu í fjárlaganefnd og afgreiðslu í framhaldinu.