138. löggjafarþing — 43. fundur,  14. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[19:16]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta fjárln. (Kristján Þór Júlíusson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Eitthvað virðumst við mæla tímann misjafnlega, ég og hv. þm. Sigmundur Ernir Rúnarsson. Áratugalangt skeið Sjálfstæðisflokksins, það kann vel að vera að þetta vinni þannig í kolli þingmannsins, en ég minni á að í umræðu um það hvernig á að taka til hluta bera allir ábyrgð í þeim efnum. Hvort sem okkur líkar betur eða verr í umræðu um fjárlög ársins 2009 eða það sem gerðist á árinu 2007 ber Samfylking að sjálfsögðu sína ábyrgð í þeim efnum.

Mig langar að heyra í því stutta sem eftir er af síðara andsvari hv. þingmanns hvar hann sér staðfestingu á gjaldahlið fjárlagafrumvarpsins fyrir þeim áherslum sem Samfylkingin stendur fyrir.