138. löggjafarþing — 43. fundur,  14. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[19:17]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við skulum ekki fara í mikla sagnfræði hér á þeim stutta tíma sem við höfum, svo sem eins og einni mínútu. (Gripið fram í.)

Fjárlagagerðin hefur verið mikið áhlaupaverk, eins og hv. þm. Kristján Þór Júlíusson þekkir, og áherslna Samfylkingarinnar sér víða stað í þessu fjárlagafrumvarpi. Ég gat þess í framsöguræðu minni að auðvitað er þetta aðeins upptaktur að því sem koma skal. Það tekur nokkur fjárlög að breyta þessu móðurskipi sem er ríkisútgjöld íslenska stjórnkerfisins. Það gerist ekki á einu ári sem við breytum algjörlega um takt. Það gerist á svo sem eins og einu kjörtímabili og ég ætla að svara þessari spurningu enn betur við lok þess. Þá hygg ég að við verðum búin að breyta þessu samfélagi okkar til mun betri vegar, til jafnræðis, til jöfnuðar, og ég er sannfærður um að hv. þm. Kristján Þór Júlíusson verður mjög ánægður með þá leið. (Forseti hringir.)