138. löggjafarþing — 44. fundur,  15. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[12:22]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég tek undir margt af því sem hv. þm. Pétur H. Blöndal sagði í ræðu sinni. Í fyrsta lagi finnst mér þessi listi mjög sérkennilegur að mörgu leyti, ég tel ástæðu til að fjárlaganefnd og Alþingi í raun endurskoði líka þá um leið tilverurétt þessa lista, ég vil í það minnsta hvetja til þess að milli 2. og 3. umr. verði vandlega skoðað hvort það sé eðlilegt að allir sem eru á þessum lista eigi í rauninni að vera þar.