138. löggjafarþing — 46. fundur,  16. des. 2009.

hlutafélög og einkahlutafélög.

71. mál
[13:17]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Herra forseti. Eins fylgjandi og ég er því að bæði kynin komi að stjórnun allra fyrirtækja og stofnana og vinni sem fjölbreyttust störf finnst mér ekki að það eigi að gerast með lagasetningu. Mér finnst að hvatinn eigi að koma frá fólkinu sjálfu. Ef ég væri fjárfestir mundi ég t.d. vilja eiga það frelsi að geta fjárfest í fyrirtækjum sem væri eingöngu stýrt af konum. Því segi ég nei.