138. löggjafarþing — 49. fundur,  17. des. 2009.

skattaáform ríkisstjórnarinnar.

[10:44]
Horfa

félags- og tryggingamálaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður ruglar saman tvennu. Annars vegar þeim skattbreytingum sem núna er verið að kynna og Alþýðusambandið hefur stutt heils hugar og talið sérstaklega henta hag láglaunafólks, undir það hefur Öryrkjabandalagið tekið. Hins vegar öðru sem er verðtryggingin á persónuafslættinum og fyrirkomulag persónuafsláttarins, einkanlega á árinu 2011.

Afstaða ríkisstjórnarinnar er sú að það stendur til endurskoðun á skattkerfinu á næsta ári. Það skattkerfi sem núna er kynnt er bara fyrir árið 2010. Farið verður í heildarendurskoðun á skattkerfinu og á bótakerfinu líka því við þurfum auðvitað að tengja þetta hvort tveggja saman. Það á að taka upp nýtt barnatryggingakerfi fyrir áramótin 2010–2011 o.s.frv. Allt verður þetta gert á næsta ári og þar verður auðvitað að gæta hags lágtekjufólks enda er það grundvallarforsenda (Forseti hringir.) í allri skattstefnu ríkisstjórnarinnar.