138. löggjafarþing — 49. fundur,  17. des. 2009.

stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki.

82. mál
[16:47]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Frú forseti. Það hefur áður verið nefnt í þessari atkvæðagreiðslu að framsóknarmenn hafi lagt fram þingsályktunartillögu um nákvæmlega þetta mál. Þessi breytingartillaga frá minni hlutanum varðar einmitt þá þingsályktunartillögu vegna þess að í henni kom fram að sá skattfrádráttur sem við sáum fyrir okkur að fyrirtækin mundu fá væri 20% í stað 15% sem er í þessu frumvarpi frá ríkisstjórninni þannig að enn á ný endurspeglar breytingartillagan það að það eru fyrst og fremst framsóknarmenn sem hugsa um nýsköpunina á Íslandi.