138. löggjafarþing — 49. fundur,  17. des. 2009.

vörumerki.

46. mál
[17:07]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Eins og hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson koma að áðan varðar þetta þrengingu á samkeppni á Íslandi. Hins vegar er þetta hluti af EES-samningnum sem við höfum tekið þá ákvörðun um að samþykkja. Flokkur hv. þingmanns stóð að því að samþykkja EES-samninginn á sínum tíma og þar sem ég veit ekki til þess að hann hafi lagt fram neinar tillögur um að afnema samninginn sé ég ekki fram á annað en að þingmenn verði að samþykkja þessa breytingu á lögunum.

Ég vil einnig benda á að framsóknarmenn og sjálfstæðismenn og fleiri flokkar hafa stutt við búvörulögin og ýmsir hafa talið að þau takmarki samkeppni. Á móti hins vegar hafa þau skilað háu skilaverði til bænda og lágu verði til neytenda og við höfum talið að það væri þess virði að sumu leyti að takmarka samkeppni. Þess vegna segi ég já við þessu máli.