138. löggjafarþing — 53. fundur,  19. des. 2009.

greiðsla kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.

228. mál
[11:19]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ef endurskoða á hvar í greiðsluflokki einstakar lánastofnanir eins og Lánasjóður sveitarfélaga lenda þarf að fara fram heildarendurskoðun á málinu, sérstaklega í ljósi einstakra ákvæða EES-samningsins, en það eru álitamál uppi um það hvort færsla á Lánasjóði sveitarfélaga úr þeim greiðsluflokki sem hann er núna í greiðsluflokk með Íbúðalánasjóði muni stangast á við EES-samninginn.