138. löggjafarþing — 54. fundur,  19. des. 2009.

ráðstafanir í skattamálum.

239. mál
[17:22]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Það er óhjákvæmilegt að bregðast við því hruni sem varð á síðasta ári með tekjuöflun og það er fullkomlega óábyrgt af formanni Sjálfstæðisflokksins að tala með þeim hætti sem hann gerir við þessa atkvæðagreiðslu. Hér er leitast við að ganga eins skammt í hækkun neysluskatta og mögulegt er, m.a. með því að nýta séreignarsparnað og tekjur af honum upp á eina 5 milljarða kr. en halda breytingum á virðisaukaskatti um 1% hækkun á efsta þrepi. Ég held að ég verði að segja í ljósi þeirra aðstæðna sem við Íslendingar nú búum við og þess halla sem er á ríkissjóði að það hafi tekist vonum framar að halda aftur af hækkunum á neyslusköttum að þessu sinni.