138. löggjafarþing — 54. fundur,  19. des. 2009.

ráðstafanir í skattamálum.

239. mál
[17:25]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Með þessum tillögum er horfið frá því að setja á milliþrep í virðisaukaskatti. Við komum þar með til móts við sjónarmið atvinnulífsins á vettvangi efnahags- og skattanefndar undanfarna daga. Okkur tókst um leið að verja virðisaukann á matvælin sem er enn þá í 7% en kostnaðurinn er vissulega sá að við þurfum að hækka hæsta þrepið og verðum þá með hæsta virðisauka í heimi. En gætum að því að það er bara einn Sjálfstæðisflokkur í þessum heimi og við erum núna að greiða gjöld fyrir óstjórn hans í efnahagsmálum undanfarin 18 ár. [Frammíköll í þingsal.]

(Forseti (ÁÞS): Forseti biður um hljóð í þingsal.)