138. löggjafarþing — 56. fundur,  21. des. 2009.

þjóðgarðurinn á Þingvöllum.

93. mál
[09:13]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Frú forseti. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er öllum dýrmætur. Hann er náttúrlega ekki friðlýstur helgistaður eins og hæstv. ráðherra sagði, hann er þjóðgarður og á Alþingi voru sett lög um þjóðgarðinn. Mér þykir harla einkennilegt, og tek undir með hv. 3. þm. Suðurkjördæmis, að Alþingi ætli að undanskilja þjóðgarðinn á Þingvöllum hvað varðar frístundabyggð og ég sit því hjá.