138. löggjafarþing — 56. fundur,  21. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[09:38]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegi forseti. Það hefur aldrei vafist fyrir Sjálfstæðisflokknum að flækja skattkerfið í þágu hinna ríku. Hér er hins vegar verið að innleiða þriggja þrepa skattkerfi til að skapa tæki til að auka jöfnuð í íslensku samfélagi, þriggja þrepa skattkerfi eins og þekkist í öllum nágrannalöndum okkar en sem kunnugt er hefur efnahagsleg velferð þeirra verið nokkuð meiri en okkar. Í meðförum þingsins hafa þrepin verið tengd við launavísitölu og ég legg áherslu á (Gripið fram í.) að í framhaldinu verði skoðað samspil bótanna, persónuafsláttarins, vaxtabótanna og barnabótanna og tekin afstaða til þess með hvaða hætti eigi að festa viðmiðin þar til að tryggja að skattar á lægstu laun í landinu haldist óbreyttir. (Gripið fram í.)