138. löggjafarþing — 56. fundur,  21. des. 2009.

tekjuöflun ríkisins.

256. mál
[09:48]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Eins og í síðustu grein er þessi grein eiginlega atlaga að áhættufé og lánveitingum íslenskra fyrirtækja og þó að ríkisstjórnin, sem vill styrkja nýsköpun til að lokka til sín áhættufé og nota það til þess að skapa störf, átti sig á því stundum að áhættufé sé nauðsynlegt til að atvinnulífið geti farið í fjárfestingar og skapað ný störf gengur allt frumvarpið út á að vega að áhættufénu. Hér er verið að hækka skatta á hagnað fyrirtækja úr 15% í 18% sem er afskaplega varasamt því að fáir skattstofnar eru eins kvikir og hagnaður fyrirtækja.

Það er svo auðvelt að eyða hagnaði fyrirtækja og ég skal taka það að mér fyrir hvert einasta fyrirtæki á einni viku fyrir áramót. Hagnaður fyrirtækja er mjög kvikur skattstofn, það er auðvelt að flytja hann til útlanda, ég vara við þessu (Forseti hringir.) og segi nei.