138. löggjafarþing — 57. fundur,  21. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[15:58]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Guðbjartur Hannesson) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eðlileg vinnubrögð eða ekki, eðlileg vinnubrögð eru að leiða svona mál til lykta og það þarf þá að vera tími til þess. Það á eftir að samþykkja það frumvarp sem þarna er verið að fjalla um, frumvarp sem staðfestir þennan samning við stóriðjuna. Ég tel eins og fram hefur komið í fyrra svari mínu að þarna sé ágeiningur um með hvaða hætti eigi að fara með þetta. Sá ágreiningur hefur ekki verið leiddur til lykta. Það tókst með bankamálið eins og áður hefur komið fram. Þar var ágreiningur, þar gátu menn fundið sameiginlega lausn og það þarf sjálfsagt að gera það í þessu máli líka. Sú lausn liggur hins vegar ekki fyrir og þar með liggur fyrir að afgreiða frumvarpið eins og hér er um það mál búið.