138. löggjafarþing — 57. fundur,  21. des. 2009.

fjárlög 2010.

1. mál
[18:28]
Horfa

Þuríður Backman (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Varðandi ófagleg vinnubrögð. Ég tel að heilbrigðisnefnd og ríkisstjórnin hafi einmitt með þessum flutningi til baka sýnt fagleg vinnubrögð, að frá því að frumvarpið var lagt fram núna í haust og unnið var að því frá því í sumar þá hefur þetta komið fram. Ég kalla það ekki ófagleg vinnubrögð að viðurkenna það að taka þurfi skrefin hægar en í upphafi var ætlað, það kalla ég ekki ófagleg vinnubrögð.

Hvað varðar skiptinguna þá hljóp ég yfir það í fljótu máli áðan.

En Ás, hvers vegna er Ás eftir hjá félagsmálaráðuneytinu? Þar er verið að breyta mjög miklu í uppbyggingu starfseminnar og færa hana meira út fyrir stofnunina. Ég vil minna á að hæstv. heilbrigðisráðherra hefur faglega ábyrgð á heilbrigðisþjónustunni á þessum stofnunum og hún hverfur ekki þó svo að fjárhagslegt … (Gripið fram í: MS?) MS, (Forseti hringir.) litið er á það meira sem félagslegt (Forseti hringir.) öryggi heldur en meðferð sjúklinga.