138. löggjafarþing — 63. fundur,  28. des. 2009.

samkomulag um tilhögun þingfundar.

[13:38]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Frú forseti. Gleðileg jól. Getur forseti upplýst þingið um það hvaða samkomulag vitnað var í hér og hvernig stendur á því að forseti fullyrðir að þingfundur eigi að standa fram á kvöld í dag þegar ekki hefur farið fram neinn fundur með forseta eða öðrum um fyrirkomulag umræðunnar hér? Þetta er töluvert áhyggjuefni, sérstaklega í ljósi þess hvernig haldið hefur verið á málum í umræðum um þetta mál fram að þessu.