138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[21:57]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Ég styð þessa tillögu heils hugar, sér í lagi vegna þess að sá sem hér stendur er 1. flutningsmaður að frumvarpi þar sem lagt er til að málinu verði vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu og að því standa allir þingmenn Framsóknarflokksins sem og Hreyfingarinnar. Sumir hafa haldið því fram að þetta mál sé of flókið fyrir þjóðina. Ekkert er fjær sanni. Aðrir hafa haldið því fram að þjóðaratkvæðagreiðslur eigi ekki við um þjóðréttarsamninga. Hér er ekki um þjóðréttarsamning að ræða, heldur einkaréttarlegan samning.

Ég skora á forseta Íslands að standa með þjóðinni í þessu máli en ekki ríkisstjórninni. Ég segi já.