138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:02]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Fyrir 11–12 mánuðum voru miklar óeirðir hér fyrir utan og þá var mikil krafa um að fólkið fengi að ráða meiru. Ég tek undir þá kröfu, ég treysti borgurunum til að taka þátt í því að móta ákvörðun um svona stórt mál. Þetta er líka mál sem er mjög vel kynnt og mér þykir dapurlegt að sjá þingmenn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar, þá sem þegar hafa greitt atkvæði, snúa baki við stefnuskrá flokka sinna eins og þeir hafa reyndar snúið baki við flestum stefnuskrám flokka sinna að undanförnu. Það er svo sem engin nýlunda. Ég treysti þjóðinni fullkomlega og ég mun eins og Ásmundur Einar Daðason skrifa undir áskorun til forseta Íslands, ef þetta verður fellt, til þess að forseti veiti málinu til þjóðarinnar. Ég treysti því að svo verði. Ég segi já við þessu.