138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:03]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Virðulegur forseti. Hér er verið að ræða um það að eftir að Alþingi Íslendinga, 63 þingmenn, hafi greitt atkvæði með eða á móti þeim samningi sem hér liggur fyrir og látið í ljósi skoðun sína fari þau lög í þjóðaratkvæðagreiðslu eigi síðar en sex vikum eftir gildistöku laganna.

Frú forseti. Ég trúi því ekki að ég sé að verða vitni að því að þeir flokkar sem vildu setja margumrætt fjölmiðlafrumvarp í þjóðaratkvæðagreiðslu hafi ekki kjark til þess að segja já við þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave, stærstu skuldbindingu íslensku þjóðarinnar sem við höfum staðið frammi fyrir.

Forseti. Ég segi já.