138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[22:11]
Horfa

Þór Saari (Hr):

Virðulegur forseti. Þessi atkvæðagreiðsla sýnir glöggt hvaða virðingu stjórnarliðar bera fyrir þjóðinni, að hún fái ekki að greiða þjóðaratkvæði um þetta mál. Það er alltaf dapurlegt hvernig völd fara með fólk, við horfum upp á það hér í kvöld.

Þjóðaratkvæði og lýðræði eru rauði þráðurinn í stefnu Hreyfingarinnar og voru rauði þráðurinn í stefnu þeirrar Borgarahreyfingar sem var kjörin á þing í vor. Þar voru kjörnir fjórir menn á þing út á þá stefnuskrá. Út á þá stefnuskrá segi ég já við þessu því að þetta er þjóðaratkvæði.