138. löggjafarþing — 65. fundur,  30. des. 2009.

ríkisábyrgð á lántöku Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta.

76. mál
[23:05]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Virðulegur forseti. Hér liggur fyrir samningur sem á sér upphaf í skuldbindingu stjórnvalda frá því fyrir ári. Hér í þingsal eru frjálshyggjumenn sem hvorki vilja borga vexti né skuldina að fullu. Það segir allt um fjármálaábyrgð íslenskra kapítalista fyrr og síðar.

Frú forseti. Ég óska frjálshyggjuöflunum og sérhagsmunasinnum velfarnaðar í stjórnarandstöðu næstu árin og áratugina. Ég segi já.