138. löggjafarþing — 72. fundur,  2. feb. 2010.

náttúruverndaráætlun 2009-2013.

200. mál
[14:14]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér er enn eitt málið á ferðinni sem ríkisstjórnarflokkarnir eru að þröngva í gegnum þingið, bæði í ósátt við þing og þjóð. Ég bað um að þetta mál yrði tekið af dagskrá þingsins í gær til frekari vinnslu og samráðs við hagsmunaaðila og sveitarstjórnir í landinu. Við því var ekki orðið.

Frú forseti. Málið er afar vanreifað og því styður Framsóknarflokkurinn þá tillögu að málinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar til frekari sátta við hagsmunaaðila því að málið er óþingtækt eins og það er.