138. löggjafarþing — 81. fundur,  25. feb. 2010.

nauðungarsala.

389. mál
[11:51]
Horfa

Frsm. allshn. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég kvartaði yfir því í þessum ræðustól í gær og kvarta yfir því aftur að mér leiðast útúrsnúningar. Mér leiðist t.d. útúrsnúningur eins og sá að þetta sé í endalausri skoðun. Auðvitað verða málefni heimilanna í endalausri skoðun hjá þessari ríkisstjórn vegna þess að þau skipta máli. Jafnvel þegar við höfum fundið úrræði sem við getum staðið við og höfum efni á, þá munum við halda áfram að fylgjast með skuldastöðu heimilanna og heimilunum í landinu, því það er okkar hlutverk. Þannig að til að skemmta hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur, þá munum við gera það endalaust.