138. löggjafarþing — 88. fundur,  9. mars 2010.

tollalög, vörugjald og virðisaukaskattur.

450. mál
[14:46]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra fyrir að gera grein fyrir málinu. Það þekkja þingmenn frá þinginu vorið 2009 þegar svipuð lög voru afgreidd. Þau þjóna fyrst og fremst þeim tilgangi að liðka fyrir og létta greiðslubyrði gjalda og leiða út af fyrir sig ekki til annars en lítils háttar vaxtataps fyrir ríkissjóð. Ég þykist vita að nokkuð góð samstaða sé um málið og eins um það að hraða afgreiðslu þess vegna þeirra aðstæðna sem eru. Það er mikilvægt að liðka fyrir svo sem kostur er við þær aðstæður sem við búum við og það er yfirlýst af hálfu þingflokka að þeir eru reiðubúnir að greiða fyrir afgreiðslu málsins í dag þannig að það geti tekið gildi fyrir 15. mars nk. þegar þessar greiðslur eru á gjalddaga.