138. löggjafarþing — 97. fundur,  22. mars 2010.

stjórn fiskveiða.

174. mál
[18:00]
Horfa

Árni Johnsen (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi, það máltæki er þekkt. Hæstv. forsætisráðherra getur ekki sagt að það komi henni á óvart að þetta bál muni valda stórskaða. Hún verður að ganga úr skugga um það áður en gengið er til atkvæða, hún á ekki að velkjast í vafa um þetta. Það er ábyrgðarleysi, virðulegi forseti.

Hæstv. sjávarútvegsráðherra Vinstri grænna fer 80% fram úr ráðleggingum sérfræðinganna. Hvar eru nú prinsippin sem hv. þm. Atli Gíslason talaði um? (Gripið fram í.) Varaformaður sjávarútvegsnefndar sagði að skötuselurinn væri ný tegund við Ísland. Hvaða kjaftæði er þetta? Hvaða vanþekking er þetta? Á hæstv. forsætisráðherra að segja þegar skaðinn er skeður: Ó, Jesús, meintirðu þetta? Á forsjónin að verja svona peningakast? Nei. Því segi ég nei.