138. löggjafarþing — 116. fundur,  30. apr. 2010.

stjórn fiskveiða.

370. mál
[13:27]
Horfa

Atli Gíslason (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Eitt meginmarkmið fiskveiðistjórnarlaganna er að styrkja byggð í landinu. Í sjávarbyggðum, sérstaklega í hinum minni sjávarbyggðum víða á landinu, hefur þetta markmið snúist upp í andstæðu sína, er nánast öfugmæli eins og sorgleg dæmi sanna sem allir þingmenn þekkja. Hér er brotið blað í þeim efnum. Ég styð frumvarpið stoltur og fagnandi og það gerir líka mikill meiri hluti þjóðarinnar.