138. löggjafarþing — 117. fundur,  30. apr. 2010.

veiðieftirlitsgjald.

371. mál
[13:54]
Horfa

Jón Gunnarsson (S):

Virðulegi forseti. Hér er um fylgifisk strandveiðifrumvarpsins að ræða og ég spái því að við eigum eftir að þurfa að taka þetta strandveiðifrumvarp til umræðu og afgreiðslu á Alþingi á næsta vetri. Ég hef ekki trú á því að þeir þingmenn sem telja sig vera umbjóðendur litlu sjávarútvegsstaðanna út um allt land eigi eftir að komast upp með ákvörðunina sem var tekin við afgreiðslu þess máls, þar sem þeir ætla að skerða kvóta og draga úr vinnu fiskverkafólks og sjómanna. Þetta er dæmi um óhagræðið sem felst í frumvarpinu og í frumvarpinu um strandveiðar. Um leið og búið er að samþykkja þau þarf að skattleggja veiðarnar sérstaklega til að standa undir þeim mikla kostnaði og kostnaðaraukningu sem þeim fylgja.