138. löggjafarþing — 138. fundur,  12. júní 2010.

iðnaðarmálagjald.

661. mál
[17:05]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Hæstv. iðnaðarráðherra hélt hér ræðu. Ég náði ekki að hlaupa í andsvar við hana því að ræðan var stutt en ég á ekki tök á því að ræða þetta frekar því að ég er búinn að koma tvisvar í ræðustól. Ég get því ekki rætt þetta meira en ég var með margar spurningar, lungann úr deginum, lungann af umræðunni, þegar hæstv. ráðherra var ekki viðstaddur. Ég vildi óska þess, herra forseti, að hæstv. ráðherra verði gefið orðið þó ekki væri nema í eina sekúndu svo að ég geti farið í andsvar við hana.