139. löggjafarþing — 14. fundur,  18. okt. 2010.

skipulagsmál í Suðurkjördæmi.

[15:27]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrirspurnina frá hv. þingmanni og því er fljótsvarað, já, svarið er farið í póst. Ég óskaði eftir því um leið og ég undirritaði bréfið, sem mig minnir að hafi verið á fimmtudaginn í síðustu viku, það gæti þó hafa verið á föstudaginn, að oddvitinn yrði látinn vita símleiðis um að bréfið væri á leiðinni, þannig að ég vænti þess og vonast til þess að þetta gangi allt saman hratt og örugglega. Ég hef verið í sambandi við heimamenn út af þessu og ég vænti þess að þingmaðurinn þekki forsögu málsins sem var pínulítið snúin að því er varðaði nákvæmlega þessa veglínu. Ég stóð frammi fyrir því annaðhvort að skipulagið færi allt saman til baka eða þá að það yrði staðfest ef ég fengi nýjan uppdrátt sem veglínan væri ekki á, vegna vanhæfisspurningarinnar sem komið hafði upp áður. Sú varð niðurstaðan að aðrar framkvæmdir gætu farið af stað í sveitarfélaginu og ég vonast til þess að þetta gangi hratt og vel.